EN

Bertrand de Billy stjórnar Brahms ­

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
16. mar. 2023 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.700 - 7.700 kr.
Hlusta
Tónleikakynning » 16. mar. kl. 18:30 — Hörpuhorn

Það tók Johannes Brahms 21 ár að ljúka við fyrstu sinfóníu sína en biðin eftir sinfóníu númer tvö var öllu styttri. Hún
leit dagsins ljós árið 1877, en verkið samdi tónskáldið þá um sumarið í litlum sumardvalarstað í Austurríki, Pörtschach am Wörthersee. Verkið er glaðvært og hefur stundum verið líkt við sveitasinfóníu Beethovens (nr. 6). Því var feikna vel tekið, til að mynda af hinum áhrifamikla austurríska gagnrýnanda, Eduard Hanslick, sem sagði meðal annars að sinfónían „stafaði hlýjum sólargeislum á bæði lærða og leika“.

Bertrand de Billy, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kemur reglulega fram með fremstu hljómsveitum heims ásamt því að stjórna í óperuhúsum á borð við Covent Garden í Lundúnum, Metrópólítan-óperuna í New York og Vínaróperuna. Verkaskrá hans rúmar allt frá Bach til samtímaverka og hann er reglulegur gestur á helstu tónlistarhátíðum veraldar. Hann hóf að stjórna öllum sinfóníum Brahms með Sinfóníuhljómsveit Íslands á síðasta starfsári og lýkur hringnum nú í vor.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés og er einnig sjónvarpað beint á RÚV.

Sækja tónleikaskrá