EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Litli tónsprotinn

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
17. des. 2022 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.300 -3.900 kr
17. des. 2022 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr
18. des. 2022 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr
18. des. 2022 » 16:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr
Kaupa miða
 • Hljómsveitarstjóri

  Mirian Khukhunaishvili

 • Einsöngvarar

  Alexander Jarl Þorsteinsson
  Björk Níelsdóttir
  Kolbrún Völkudóttir

 • Kynnir

  Halldóra Geirharðsdóttir

 • Kórar

  Stúlknakór Reykjavíkur
  Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
  Táknmálskórinn Litlu sprotarnir

 • Dansarar

  úr Listdansskóla Íslands

Sannkölluð hátíðarstemning ríkir á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Litla tónsprotanum þar sem fjölbreytt jólatónlist verður flutt af hljómsveitinni ásamt fjölda ungra listamanna. Tónleikarnir hafa notið verðskuldaðrar hylli og eru á meðal vinsælustu tónleika sveitarinnar.

Á Jólatónleikum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem
hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Litlu sprotunum og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur. Dansarar

úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og hljóðfærahópar skipaðir ungu tónlistarfólki stíga
á stokk. Kynnir á tónleikunum er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur, sem tendrar ljós
í hverju hjarta. Þetta eru tónleikar sem ekkert jólabarn má láta fram hjá sér fara.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.