EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Fyrir alla fjölskylduna

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
17. des. 2022 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.300 -3.900 kr.
17. des. 2022 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr.
18. des. 2022 » 14:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr.
18. des. 2022 » 16:00 » Sunnudagur Eldborg | Harpa 3.300 - 3.900 kr.
  • Efnisskrá

    Leroy Anderson Jólaforleikur
    Georg Friedrich Händel Gleðileg jól!
    Felix Bernard Undraheimur jólanna
    Johann Sebastian Bach Tvíkonsert í d-moll, fyrsti þáttur
    Jórunn Viðar Jól
    Jared Barnes Adventum Kom þú, kom, vor Immanúel, Jólabjöllur frá Úkraínu
    Pjotr Tsjajkovskíj Blómavalsinn úr Hnotubrjótnum
    Felix Mendelssohn Friður, friður frelsarans
    Franz Xaver Gruber Heims um ból

  • Hljómsveitarstjóri

    Mirian Khukhunaishvili

  • Einsöngvarar

    Alexander Jarl Þorsteinsson
    Björk Níelsdóttir
    Kolbrún Völkudóttir

  • Kynnir

    Halldóra Geirharðsdóttir

  • Gestir

    Stúlknakór Reykjavíkur
    Kammerkórinn Aurora
    Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
    Skólahljómsveit Austurbæjar
    Suzuki-fiðluhópur
    Dansarar úr Listdansskóla Íslands

Sannkölluð hátíðarstemning ríkir á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Litla tónsprotanum þar sem fjölbreytt jólatónlist verður flutt af hljómsveitinni ásamt fjölda ungra listamanna. Tónleikarnir hafa notið verðskuldaðrar hylli og eru á meðal vinsælustu tónleika hljómsveitarinnar. Á Jólatónleikum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora, og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga á stokk.

Kynnir á tónleikunum er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur, sem tendrar ljós í hverju hjarta. Þetta eru tónleikar sem ekkert jólabarn má láta fram hjá sér fara.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli. 

Sækja tónleikaskrá