EN

Morricone og John Williams

Kvikmyndatónlist m.a. úr Harry Potter, The Untouchables, Star Wars og Cinema Paradiso

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. okt. 2020 » 19:30 - 21:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Miðasala ekki hafin
  • Um tónleikana

    Kvikmyndatónlist eftir Ennio Morricone, Maurice Jarre og John Williams, meðal annars úr The Untouchables, The Mission, Cinema Paradiso, Lawrence of Arabia, Harry Potter, Star Wars, Superman og E.T.

  • Hljómsveitarstjóri

    Richard Kaufman

Fátt jafnast á við glæsilega kvikmyndatónlist í lifandi flutningi stórrar sinfóníuhljómsveitar. Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma verk eftir tvo risa kvikmyndatónlistar á 20. öld, Ennio Morricone og John Williams.

Ennio Morricone, sem lést í júlí síðastliðnum, var frægasta kvikmyndatónskáld Ítalíu. Hann samdi tónlist fyrir yfir 400 kvikmyndir og sjónvarpsþætti, og hlaut þrenn Grammy-verðlaun og þrjá Golden Globe hnetti fyrir framlag sitt. Á fyrri hluta þessara tónleika sem helgaðir eru kvikmyndatónlist hljómar úrval úr bestu myndum Morricones, meðal annars The Untouchables, Cinema Paradiso, og Once Upon a Time in the West.

John Williams er goðsögn í lifanda lífi, handhafi 25 Grammy-verðlauna og fimm Óskarsverðlauna – en aðeins Walt Disney hefur hlotið fleiri tilnefningar til þeirra verðlauna en hann. 

Tónlist Williams mótaði greinina svo áratugum skiptir og síðari hluti tónleikanna verður helgaður meistaraverkum hans, meðal annars úr Superman, Stjörnustríði og Raiders of the Lost Ark. Þessa tónleika mega unnendur kvikmynda ekki láta fram hjá sér fara.

Hljómsveitarstjórinn Richard Kaufman hefur áratuga reynslu af störfum í Hollywood þar sem hann stjórnar tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti auk þess að koma fram með leiðandi hljómsveitum Bandaríkjanna. Hann hefur komið fram með stjörnum eins og John Denver, The Carpenters og Peter, Paul and Mary, og hefur stjórnað kvikmyndatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago síðustu 11 ár við frábærar undirtektir. Kaufman er líka sá sem stjörnurnar fá til að þjálfa sig þegar þær þurfa að þykjast leika á hljóðfæri í kvikmyndum. Tom Hanks og Jack Nicholson eru meðal þeirra sem þegið hafa leiðsögn hans í þeim efnum.