EN

Maraþontónleikar á Menningarnótt

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
24. ágú. 2019 » 17:00 - 18:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis

Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið í 36. sinn á Menningarnótt 2019. Margir meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa tekið þátt í hlaupinu gegnum árin, og fjölmargir hlauparar eru dyggir áheyrendur sinfónískrar tónlistar. Á þessum seinni tónleikum Sinfóníunnar á Menningarnótt verður leikin fjörmikil og hressileg tónlist til heiðurs þeim sem lokið hafa hlaupi þennan dag – en einnig öllum hinum sem fylgdust með af hliðarlínunni og hvöttu sitt fólk til dáða.

Tónleikarnir hefjast á Ólympíustefinu fræga eftir John Williams og þeim lýkur með hinu eina sanna hlaupalagi, stefinu vinsæla úr kvikmyndinni Chariots of Fire. Inn á milli hljóma taktfastir tónar, meðal annars Mambó eftir Bernstein, þáttur úr Brandenborgarkonsert eftir Bach og forleikurinn að Vilhjálmi Tell eftir Rossini. Þetta verða bráðskemmtilegir tónleikar sem öll fjölskyldan getur notið saman. Páll Óskar Hjálmtýsson lítur við í lok tónleikanna og syngur með hljómsveitinni.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés. Ókeypis er á tónleikana og hægt að nálgast miða frá kl. 11 á tónleikadegi hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.

Uppselt er á tónleikana.