EN

Föstudagsröðin

Mozart og Arvo Pärt

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
  • 1. des. 2017 » 18:00 Norðurljós | Harpa 2.900 kr.
  • Kaupa miða

Mozart og Arvo Pärt voru uppi á ólíkum tímum en í listinni eiga þeir margt sameiginlegt. Tónlist þeirra er tær og oft einföld á yfirborðinu en þegar vel er að gáð býr þar margt að baki. Für Alina fyrir píanó var tímamótaverk á ferli Pärts; með því fann hann sína eigin rödd eftir áralanga þögn. Spiegel im Spiegel fyrir fiðlu og píanó er eitt hans kunnasta verk sem hefur hljómað í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta. Mozart-Adagio er útsetning Pärts fyrir tríó á yndisfögrum kafla úr einni af píanósónötum Mozarts og þar fléttast raddir meistaranna saman með einstökum hætti. 

Píanókonsertinn sem Mozart samdi veturinn 1785–86 er óvenju dökkur og stormasamur, fyrirboði þess konar tjáningar sem margir tengja fremur við Beethoven. Víkingur leikur einleik og stjórnar frá flyglinum rétt eins og tíðkaðist á dögum Mozarts.

Tónleikar Föstudagsraðarinnar eru um klukkustundarlangir þar sem teflt er saman hljómsveitarverki og einleiksverki. Tilvalinn endapunktur á góðri vinnuviku eða frábær upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi. 

Kynnar eru Halla Oddný og Guðni Tómasson.