EN

Myndir á sýningu

 • 16. nóv. » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Claude Debussy Forleikur að Síðdegi skógarpúkans
  Sofia Gubaidulina Offertorium
  Modest Músorgskíj/Maurice Ravel Myndir á sýningu

 • Hljómsveitarstjóri

  Yan Pascal Tortelier

 • Einleikari

  Sergei Krylov

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00

Á þessum tónleikum hljóma tvö frægustu hljómsveitarverk allra tíma í bland við fiðlukonsert eftir eitt merkasta tónskáld samtímans. Myndir á sýningu eru eitt frægasta verk Músorgskíjs, fjölbreytt tónlist sem fær nýja vídd í litríkum hljómsveitarbúningi Maurice Ravels. Forleikur Debussys var eins konar stefnuyfirlýsing impressjónismans í tónlist, litrík og dulúðleg tónsmíð þar sem innblástur er sóttur í kvæði skáldsins Mallarmé um þrár og drauma skógarpúka í síðdegissvækju. 

Sofia Gubaidulina er meðal virtustu tónskálda sinnar kynslóðar og fagnaði 85 ára afmæli sínu fyrir skömmu. Offertorium (Fórn) er eitt hennar helsta verk, magnþrunginn fiðlukonsert þar sem hún leggur út af svonefndu konungsstefi úr Tónafórn J.S. Bachs. Rússneski fiðlusnillingurinn Sergei Krylov fer með einleikshlutverkið í konsertinum. Hann vann fyrstu verðlaun í Stradivarius-keppninni í Cremona ungur að árum og leikur nú reglulega með fremstu hljómsveitum heims auk þess sem Deutsche Grammophon gaf nýverið út flutning hans á Árstíðunum fjórum eftir Vivaldi.