EN

Nielsen og Schumann

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
22. feb. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
  • Efnisskrá

    György Ligeti Concert Românesc
    Carl Nielsen Fiðlukonsert
    Robert Schumann Sinfónía nr. 3

  • Hljómsveitarstjóri

    Christian Øland

  • Einleikari

    Vera Panitch

Tónleikakynning » 22. feb. kl. 18:00

Carl Nielsen hafði háleit markmið þegar hann hóf að semja sinn dramatíska Fiðlukonsert sumarið 1911. „Þetta verður að vera góð tónlist en þó má aldrei missa sjónar á einleikshljóðfærinu sem þarf að sýna í besta hugsanlega ljósi. Verkið þarf að vera innihaldsríkt en þó ná vinsældum almennings, það þarf að vera glæsilegt án þess að verða yfirborðskennt. Allar þessar þversagnir þarf að leiða til lykta í æðri samhljómi.“ Það reyndist Nielsen ekki þrautalaust að ná þessum markmiðum en tókst að lokum og fiðlukonsertinn reyndist bæði áhrifamikill og frumlegur í formi. 

Á þessum tónleikum hljómar þetta hrífandi verk í túlkun Veru Panitch, annars konsertmeistara hljómsveitarinnar. Þriðja sinfónía Schumanns er sannkallað meistaraverk, innblásið af fegurð Rínarlanda og samið á aðeins fimm vikum, skömmu eftir að tónskáldið flutti með fjölskyldu sína til Düsseldorf. Í verkinu takast á frjó nýsköpun og formræn fastheldni en undir öllu krauma heitar tilfinningar. Tónleikarnir hefjast á æsilegri þjóðlagafantasíu György Ligeti fyrir hljómsveit, Concert Românesc, þar sem fjörleg alþýðutónlist úr uppvaxtarhéraði tónskáldsins, Transylvaníu, fær nýja vængi í útsetningu fyrir heila sinfóníuhljómsveit. 

*Hljómsveitarstjórinn Leo McFall sem upphaflega átti að stjórna tónleikunum hefur því miður forfallast. Í hans stað kemur danski hljómsveitarstjórinn Christian Øland.

Sækja tónleikaskrá