EN

Schumann og Schubert

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
28. apr. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 – 8.500 kr.

„Hrein fullkomnun“ segir rýnir tímaritsins Gramophone um túlkun austurríska sellóleikarans Kian Soltani og The Times kallar hann „stórmerkilegan sellista“. Soltani vakti fyrst heimsathygli þegar hann vann fyrstu verðlaun í Paulo- sellókeppninni í Helsinki árið 2013. Síðan hefur ferill hans verið samfelld sigurganga, með tónleikum í Carnegie Hall og útgáfusamningi við Deutsche Grammophon. Á Íslandi leikur hann ljóðrænan og tilfinningaþrunginn sellókonsert Schumanns, sem tónskáldið samdi undir lok ævinnar.

Í níundu sinfóníu sinni er Schubert í sínu besta formi, lagræn gáfa hans og léttleiki er í forgrunni. Þótt verkið sé stórkostlegt hljómaði það ekki á opinberum tónleikum meðan tónskáldið sjálft lifði. Það var einmitt Schumann sem fann nóturnar í gömlu blaðarusli níu árum eftir að Schubert lést, vakti athygli á verkinu og sá til þess að það yrði flutt.

Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sækja tónleikaskrá