EN

Shostakovitsj og Barber

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
17. feb. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 – 8.500 kr.
Hlusta
Tónleikakynning » 17. feb. kl. 18:00

Úkraínski fiðlusnillingurinn Valeriy Sokolov þykir einn fremsti fiðluleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur leikið með mörgum fremstu hljómsveitum heims og unnið til verðlauna fyrir leik sinn, og kemur nú fram í fyrsta sinn á Íslandi. Hann leikur hinn ljóðræna og glæsilega fiðlukonsert Samuels Barber, sem tónskáldið samdi um svipað leyti og sitt allra vinsælasta verk, Adagio fyrir strengi. 

Níunda sinfónía Shostakovitsj kom mörgum á óvart þegar hún var frumflutt árið 1945, fáeinum mánuðum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Ráðamenn bjuggust við því að helsta sinfóníuskáld Sovétríkjanna myndi semja stóra og glæsilega sigursinfóníu, en þetta verk er allt annars eðlis, létt og galsafengið með nýklassísku yfirbragði. Ráðamenn lýstu yfir hneykslun sinni en verkið féll í kramið hjá áheyrendum og svo hefur verið alla tíð síðan. Níunda sinfónía Shostakovitsj er hrífandi blanda af gríni, ljóðrænu og beittri ádeilu sem lætur engan ósnortinn. 

Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Kornilios Michailidis, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem hleypur í skarðið með skömmum fyrirvara fyrir Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra, vegna forfalla.

Upphaflega stóð til að Johan Dalene flytti fiðlukonsert Barbers og að leikin væri Sinfónía nr. 10 eftir Shostakovitsj og Frontispiece eftir Unsuk Chin.

Sækja tónleikaskrá