EN

Þýsk sálumessa

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
17. mar. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 – 8.500 kr.
 • Efnisskrá

  Olivier Messiaen Les Offrandes oubliées
  Johannes Brahms Ein deutsches Requiem

 • Hljómsveitarstjóri

  Bertrand de Billy

 • Einsöngvarar

  Emily Pogorelc og Jóhann Kristinsson

 • Kórar

  Mótettukórinn og Söngsveitin Fílharmónía

Tónleikakynning » 17. mar. kl. 18:00

„Sálumessan hefur haft dýpri áhrif á mig en nokkurt annað trúarlegt verk. Ég hef ekki fundið fyrir slíkri gleði lengi.“ Þannig ritaði Clara Schumann í dagbók sína eftir að hafa hlýtt á frumflutning á Þýskri sálumessu eftir Johannes Brahms, sem alla tíð síðan hefur verið talin eitt af öndvegisverkum trúarlegrar tónlistar á 19. öld. Sálumessan markaði tímamót á ferli tónskáldsins en er um margt óvenjuleg. Brahms valdi sjálfur texta úr Biblíunni fremur en að notast við texta hinnar hefðbundnu sálumessu. Blíð og líknandi nálgun hans er gjörólík því sem almennt tíðkaðist í sálumessum í konsertformi. Tónlistin er hrífandi samruni gamalla og nýrra strauma í tónlistinni, og áhrif barokkmeistaranna Bachs og Händels gefa verkinu aukna dýpt.

Auk sálumessunnar hljómar á tónleikunum sjaldheyrt en heillandi æskuverk Oliviers Messiaen frá árinu 1930. Les Offrandes oubliées (Gleymdar fórnargjafir) er áhrifamikil hugleiðing um ást Guðs á mönnunum, en Messiaen var kaþólskur og mörg verka hans einkennast af djúpri trúartjáningu.

Stjórnandi er Bertrand de Billy, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er fastagestur við flest helstu óperuhús heims og var um árabil aðalstjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar í Vínarborg.

Vinsamlegast athugið að ekki verður gert hlé á þessum tónleikum.

Sækja tónleikaskrá