EN

Tjáning tregans

Föstudagsröðin

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 1. mar. 2019 » 18:00 Norðurljós | Harpa 3.000 kr.

Joan Tower er með virtustu tónskáldum Bandaríkjanna og hefur meðal annars unnið til Grammy-verðlauna fyrir tónverk sín. Hún varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Grawemeyer-verðlaun árið 1990. In Memory samdi hún árið 2001 í minningu góðs vinar, en tileinkaði það einnig minningu þeirra sem létust í árásinni á Tvíburaturnana sama ár. Verkið er tilfinningaþrungið og sérlega áhrifamikið; tónmálið er beinskeytt og minnir á köflum á Shostakovitsj.

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 og er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kvartettinn hefur vakið mikla athygli fyrir kraftmikinn leik og spennandi verkefnaval, en hann hefur meðal annars flutt fimm tíma langan strengjakvartett eftir Morton Feldman auk verka eftir Penderecki, Schnittke og Beethoven.

Angurvær og ástríðufullur sellókonsert Elgars er seinna verkið á efnisskránni. Þetta var síðasta stóra verk Elgars, samið árið 1919 þegar skuggi heimsstyrjaldar hvíldi enn þungt á tónskáldinu. Danski sellósnillingurinn Andreas Brantelid er á heimavelli þegar kemur að þessu verki sem hann hefur leikið með ótal hljómsveitum víða um heim, allt frá því hann var 14 ára gamall og debúteraði með hljómsveit í heimaborg sinni, Kaupmannahöfn. 

Tónleikar Föstudagsraðarinnar eru um klukkustundarlangir þar sem teflt er saman hljómsveitarverki og kammerverki. Tilvalinn endapunktur á góðri vinnuviku eða frábær upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi.