EN

Tónleikaferð til Gautaborgar

Tortelier og Víkingur Heiðar

  • 19. apr. » 19:30 Konserthuset, Gautaborg 100 - 420 SEK
  • Kaupa miða

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Gautaborgar í apríl 2017 og leikur þar í hinu víðfræga tónleikahúsi borgarinnar. Með í för verða aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Yan Pascal Tortelier og Víkingur Heiðar Ólafsson.

Hljómsveitin flytur verkið Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem hefur hlotið verðskuldaða athygli undanfarin ár, meðal annars hlotið Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs auk þess sem Deutsche Grammophon hefur gefið út disk með tónlist hennar.  

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í Burleske eftir Richard Strauss sem er eins konar píanókonsert með glettnu ívafi. Víkingur þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2001 og hefur síðan komið fram með þekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum víða um heim.

Hljómsveitin flytur að lokum sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius sem er meðal hans dáðustu verka. 

Tónleikunum verður streymt beint af GSOplay og af heimasíðu Sinfóníunnar www.sinfonia.is kl. 17:30 á íslenskum tíma.

Sækja tónleikaskrá