Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
25. maí 2023 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 - 4.900 kr. | ||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Maurice Ravel Shéhérazade: II. La Flûte enchantée
Maurice Ravel Oh, la pitoyable aventure! úr L’heure espagnole
Henry Purcell Ah, Belinda úr Dído og Aeneas
Henry Purcell When I Am Laid in Earth úr Dído og Aeneas
Alban Berg Lied der Lulu
Richard Strauss Großmächtige Prinzessin úr Ariadne auf Naxos
William Walton Víólukonsert
Ralph Vaughan Williams The Vagabond
Ralph Vaughan Williams Whither Must I Wander
Richard Wagner Wie Todesahnung úr Tannhäuser
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einleikarar
Ólafur Freyr Birkisson, söngvari
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngkona
Þórhildur Magnúsdóttir, víóluleikari
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg. Stjórnandi að þessu sinni er Nathanaël Iselin staðarhljómsveitarstjóri SÍ.
Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskólinn leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemningin á tónleikunum sjálfum er engu lík.
Einleikarakeppni SÍ og LHÍ fer fram í byrjun árs 2023 og verða nöfn sigurvegaranna birt á vef hljómsveitarinnar og þegar úrslit liggja fyrir.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.