Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
26. apr. 2024 » 19:30 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 3.000 - 5.300 kr. | ||
Kaupa miða |
-
Hljómsveitarstjóri
-
Sigurvegarar úr einleikarakeppni SÍ og LHÍ
Framtíð tónlistarlífs á Íslandi hvílir á herðum þeirra ungu hljóðfæraleikara og söngvara sem um þessar mundir taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Það er sérstakt tilhlökkunarefni þegar framúrskarandi ungmenni stíga fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og njóta árangurs þrotlausrar vinnu. Í salnum sitja fjölskylda og vinir sem hafa fylgst með tónlistarnáminu um margra ára skeið og fagnaðarlætin í Eldborg eru aldrei einlægari en á þessum skemmtilegu og spennandi tónleikum.
Einleikarar á tónleikunum verða valdir í samkeppni sem haldin er árlega í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í ár má með sanni segja að listamennirnir ungu séu í góðum höndum því það er finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari sem heldur um tónsprotann. Hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands tvívegis, á árunum 1988 til 1993 og aftur frá 1996 til 1998 og hefur í yfir 35 ár verið einn af helstu samstarfsmönnum hljómsveitarinnar.