EN

Ungir einleikarar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
25. apr. 2025 » 19:30 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 5.700 kr.
Kaupa miða
  • Efnisskrá

    Efnisskrá kynnt síðar

  • Hljómsveitarstjóri

    Mirian Khukhunaishvili

  • Einleikarar

    Sigurvegarar úr einleikarakeppni LHÍ og SÍ

Tónleikarnir Ungir einleikarar er sannkölluð uppskeruhátíð en þar koma fram þeir nemendur sem urðu hlutskarpastir í einleikara- og einsöngskeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin öllum tónlistarnemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Óhætt er að segja að þeir sem koma hér fram eru framtíð íslenskrar tónlistar og spennandi að fylgjast með þeim feta sín fyrstu skref í atvinnumennsku.

Hljómsveitarstjóri tónleikanna er hinn georgíski Mirian Khukhunaishvili, en hann lauk doktorsnámi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarakademíunni í Kraká í Póllandi árið 2020. Khukhunaishvili hefur á síðustu árum unnið hverja hljómsveitarstjórakeppnina á fætur annarri. Hann leggur mikla rækt við samvinnu við ungt fólk og er hann stofnandi og tónlistarstjóri Ungmennahljómsveitarinnar í Tbilisi og er kórstjóri kórs Listaháskóla Íslands, þar sem hann kennir jafnframt hljómsveitarstjórn.

Einstök stemming einkennir þessa tónleika og eftirvæntingin ávallt mikil þegar sigurvegararnir stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg.

Nöfn sigurvegaranna verða birt á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar að lokinni keppni í janúar.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.