EN

Ungsveitin leikur Vorblót

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

  • 24. sep. 2017 » 17:00 Eldborg | Harpa 2.600 - 4.300 kr.
  • Hlusta

Vorblót Stravinskíjs er eitt dáðasta hljómsveitarverk 20. aldar. Tónlistin er kröftug og spennuþrungin enda er hér lýst fornri helgiathöfn þar sem valin er ein úr hópi ungra meyja til að dansa sig til dauða og tryggir þannig komu vorsins. Á þessum tónleikum mætir til leiks stærsti hópur sem leikið hefur undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands enda samdi Stravinskíj verk sitt fyrir risavaxna hljómsveit. Rússneski hljómsveitarstjórinn Daniel Raiskin heldur um taumana en hann hefur margoft starfað með ungmennum að metnaðarfullum verkefnum. Raiskin hefur tvívegis stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands – á Ungum einleikurum og Norrænum músíkdögum 2016 – með afbragðs árangri. 

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri. 

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016.

Handhafar Skólakorts Sinfóníunnar fá miða á tónleikana á 1.700 kr. í miðasölu Hörpu. Sækja um Skólakortið hér.

Sækja tónleikaskrá