Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
5. jan. 2023 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 3.900 - 9.900 kr. | ||
6. jan. 2023 » 19:30 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 3.900 - 9.900 kr. | ||
7. jan. 2023 » 16:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 3.900 - 9.900 kr. | ||
7. jan. 2023 » 19:30 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 3.900 - 9.900 kr. | ||
Hlusta |
-
Efnisskrá
Óperettutónlist, valsar og polkar
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einsöngvarar
-
Dansarar
Þorkell Jónsson
Denise Margrét Yaghi
Gylfi Már Hrafnsson
María Tinna Hauksdóttir
Eiður Fannar Gapunay
Þórdís Birna Kristmannsdóttir
Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár. Meðal þess sem hljómar eru valsar og polkar eftir Johann Strauss yngri, m.a. Keisaravalsinn og Dónárvalsinn, auk forleiksins að Leðurblökunni.
Tveir framúrskarandi einsöngvarar koma fram á tónleikunum auk dansara. Jóhann Kristinsson hefur getið sér gott orð sem bæði ljóða- og óperusöngvari og bar meðal annars sigur úr býtum í alþjóðlegu söngkeppninni „Stella Maris“ og hlaut einnig sérstök verðlaun frá Musikverein í Vínarborg, þar sem hann keppti fyrir hönd Ríkisóperunnar í Hamborg. Dísella Lárusdóttir hefur unnið hvern listrænan sigurinn á fætur öðrum að undanförnu sem söngkona við Metrópólitan-óperun í New York. Söngur hennar hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, til að mynda í stórblaðinu New York times sem hrósaði henni fyrir fádæma nákvæmni í bland við magnaða túlkun í hlutverki sínu sem Tye drottning í uppsetningu Phelims McDermott á óperu Philips Glass, Akhnaten. Síðasta vor hlaut Dísella einmitt hin virtu Grammy-verðlaun ásamt félögum sínum úr uppsetningunni fyrir bestu óperuhljóðritun síðasta árs.
Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins er ungur að árum en hefur þegar vakið athygli í tónlistarheiminum fyrir framúrskarandi tónlistarhæfileika og persónutöfra, en hann starfar nú undir handarjaðri Esa-Pekka Salonen við Sinfóníuhljómsveitina í San Fransisco og hefur aðstoðað hann með öðrum hljómsveitum beggja vegna Atlantsála.
Söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og hljómsveitarstjórinn Keri-Lynn Wilson sem upphaflega áttu að koma fram á tónleikunum hafa því miður þurft að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra orsaka.