Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
4. jan. 2024 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 4.000 - 10.200 kr. | ||
5. jan. 2024 » 19:30 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 4.000 - 10.200 kr. | ||
6. jan. 2024 » 16:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 4.000 - 10.200 kr. | ||
6. jan. 2024 » 19:30 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 4.000 - 10.200 kr. | ||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Óperettutónlist, valsar og polkar
-
Hljómsveitarstjóri
Mirian Khukhunaishvili
-
Einsöngvarar
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Oddur Arnþór Jónsson
Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár.
Á efnisskránni er að vanda sígild Vínartónlist sem kemur öllum í gott skap – valsar, polkar og galopp – en meðal fastra punkta
á tónleikunum ár eftir ár eru Keisaravalsinn og Dónárvalsinn eftir Jóhann Strauss yngri. Þá hljóma aríur og dúettar úr vinsælum óperettum í flutningi tveggja framúrskarandi einsöngvara, en auk þeirra koma að vanda glæsilegir dansarar fram á tónleikunum.
Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir glæsilegan og fágaðan söng
og hlaut hún meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2021. Álfheiður stundaði nám við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín og hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlega óperusviðinu. Hún er nú fastráðin við Theater Basel í Sviss og hefur hlotið afar lofsamlega dóma þar. Oddur Arnþór Jónsson baritónsöngvari hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2018 sem söngvari ársins fyrir hlutverk Michaels í Brothers, óperu Daníels Bjarnasonar, en hann hefur sungið fjölda óperuhlutverka hérlendis og erlendis auk þess að leggja stund á ljóðasöng. Hann lauk námi 2014 frá Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg.