EN

Yrkja - uppskerutónleikar

Tónskáldastofa Sinfóníunhljómsveitar Íslands og Tónverkamiðstöðvar

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 27. jan. 2017 » 12:00 - 13:00 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Verkefnið miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum.

Fyrsta Yrkju-verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands lauk í apríl 2016 og í sama mánuði var tilkynnt um framhald þess. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum SÍ, valdi tvö tónskáld til þátttöku: Finn Karlsson og Þráin Hjálmarsson. Þeir munu starfa með hljómsveitinni í níu mánuði og fá þannig tækifæri til að þróa færni sína í að semja fyrir hljómsveit. Auk þess hljómar á þessum tónleikum verk eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem tók þátt í fyrsta Yrkju- verkefninu.


Daníel Bjarnason staðarlistamaður hefur veg og vanda af verkefninu. Hann leiðir vinnustofur með tónskáldunum og stjórnar auk þess tónleikunum þar sem verkin hljóma fullmótuð. 

Sækja tónleikaskrá