EN

Tónleikar & miðasala

júní 2018

Behzod spilar Rakhmanínov 7. jún. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Undrabarnið frá Úsbekistan, Behzod Abduraimov, spilaði sig inn í hjörtu tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2015 þegar hann lék píanókonsert eftir Prokofíev með slíkum tilþrifum að tónleikagestir supu hveljur af hrifningu. Nú snýr hann aftur með einn vinsælasta konsert allra tíma í farteskinu. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov er ljóðrænn og tilþrifamikill í senn, sannkölluð flugeldasýning fyrir þá sem hafa gaman af píanóleik eins og hann gerist bestur.

Florence Price var fyrsta bandaríska blökkukonan til að leggja fyrir sig sinfónískar tónsmíðar og það með prýðilegum árangri. Hún vann til verðlauna fyrir fyrstu sinfóníu sína árið 1932 og í kjölfarið var verkið flutt af Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Á síðustu árum hefur tónlist hennar verið grafin úr gleymsku og nú hljómar hún í fyrsta sinn á Íslandi. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Joshua Weilerstein hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko- hljómsveitarstjórakeppni árið 2009. Hann hefur síðan ferðast víða um lönd og stjórnað m.a. öllum helstu hljómsveitum Norðurlanda og hinni margfrægu Concertgebouw-hljómsveit í Amsterdam. 

Óperan Brothers 8. jún. 21:00 Föstudagur Eldborg | Harpa

Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og librettóið er eftir Kerstin Perski.

Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd í Árósum síðastliðið haust í Den Jyske Opera og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Brothers var valið tónverk ársins í sígildri- og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden.

Aðalæfing fyrir óperuna er föstudaginn 8. júní kl. 21:00.

  • Söngvarar

    Oddur Arnþór Jónsson
    Marie Arnet
    Selma Buch Ørum Villumsen
    Elmar Gilbertsson
    Þóra Einarsdóttir
    James Laing
    Jakob Zethner
    Hanna Dóra Sturludóttir
    Paul Carey Jones

  • Flytjendur

    Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar

  • Tónskáld og hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Líbrettó

    Kerstin Perski

  • Leikstjórn

    Kasper Holten

Óperan Brothers 9. jún. 19:30 Laugardagur Eldborg | Harpa

Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og librettóið er eftir Kerstin Perski.

Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd í Árósum síðastliðið haust í Den Jyske Opera og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Brothers var valið tónverk ársins í sígildri- og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden.

Aðalæfing fyrir óperuna er föstudaginn 8. júní kl. 21:00.

  • Söngvarar

    Oddur Arnþór Jónsson
    Marie Arnet
    Selma Buch Ørum Villumsen
    Elmar Gilbertsson
    Þóra Einarsdóttir
    James Laing
    Jakob Zethner
    Hanna Dóra Sturludóttir
    Paul Carey Jones

  • Flytjendur

    Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar

  • Tónskáld og hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Líbrettó

    Kerstin Perski

  • Leikstjórn

    Kasper Holten