EN

Tónleikar & miðasala

júní 2018

Opin æfing 7. jún. 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 7. jún. 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Behzod spilar Rakhmanínov 7. jún. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Undrabarnið frá Úsbekistan, Behzod Abduraimov, spilaði sig inn í hjörtu tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2015 þegar hann lék píanókonsert eftir Prokofíev með slíkum tilþrifum að tónleikagestir supu hveljur af hrifningu. Nú snýr hann aftur með einn vinsælasta konsert allra tíma í farteskinu. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov er ljóðrænn og tilþrifamikill í senn, sannkölluð flugeldasýning fyrir þá sem hafa gaman af píanóleik eins og hann gerist bestur.

Florence Price var fyrsta bandaríska blökkukonan til að leggja fyrir sig sinfónískar tónsmíðar og það með prýðilegum árangri. Hún vann til verðlauna fyrir fyrstu sinfóníu sína árið 1932 og í kjölfarið var verkið flutt af Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Á síðustu árum hefur tónlist hennar verið grafin úr gleymsku og nú hljómar hún í fyrsta sinn á Íslandi. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Joshua Weilerstein hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko- hljómsveitarstjórakeppni árið 2009. Hann hefur síðan ferðast víða um lönd og stjórnað m.a. öllum helstu hljómsveitum Norðurlanda og hinni margfrægu Concertgebouw-hljómsveit í Amsterdam.