EN

Tónleikar & miðasala

apríl 2019

Opin æfing 11. apr. 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 11. apr. 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Isabelle Faust og Mahler 11. apr. 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Isabelle Faust er einn fremsti fiðluleikari samtímans og mörgum er enn í fersku minni túlkun hennar á fiðlukonsertum Beethovens og Stravinskíjs þegar hún var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2010– 2011. Síðan hefur stjarna hennar risið enn hærra í tónlistarheiminum. Hún kemur reglulega fram með Berlínarfílharmóníunni, er staðarlistamaður Mahler-kammersveitarinnar og hlaut Gramophone-verðlaunin 2017 fyrir túlkun sína á konsertum Mozarts.

Í stórbrotnum sinfóníum sínum kannaði Gustav Mahler áður óþekkta heima. Honum entist aðeins aldur til að ljúka við níu slíkar, en þegar hann lést árið 1911 skildi hann eftir sig tíundu sinfóníuna svo að segja fullgerða. 

Mahler hafði aðeins lokið við að útsetja fyrsta þáttinn fyrir hljómsveit en árið 1960 fullgerði breski tónlistarfræðingurinn Deryck Cooke verkið og tókst frábærlega að laða fram hinn einstaka tón Mahlers. Tíunda sinfónían er mikilfenglegt meistaraverk, tilfinningaþrungið og dramatískt, sem lætur engan ósnortinn. Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, er einn fremsti Mahler-túlkandi samtímans. Hljóðritanir hans á verkum meistarans hafa fengið frábæra dóma og nýjasti hljómdiskur hans, með fimmtu sinfóníu Mahlers, var nýverið tilnefndur til Grammy-verðlauna.