EN

Björk Orkestral – Live from Reykjavík

Dagsetning Staðsetning Verð
15. nóv. 2021 » 20:00 » Mánudagur Eldborg | Harpa 4.900 – 11.990 kr. Uppselt
 • Björk Orkestral

  Björk heldur þrenna tónleika í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands

 • Flytjendur

  Björk Guðmundsdóttir
  Strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
  Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands

 • Hljómsveitarstjóri

  Viktor Orri Árnason

UPPLÝSINGAR TIL TÓNLEIKAGESTA
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu á þennan viðburð.
Hraðpróf eru aðgengileg víða, gjaldfrjáls og gilda í 48 klst.
Salnum er ennfremur skipt upp í þrjú svæði og grímuskyda er allan tímann.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum:

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34; www.hradprof.covid.is

• Covidtest býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8 og í Hörpu. Aðstaðan í Hörpu er í kjallara hússins, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara;  www.covidtest.is  – athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18

• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna og BSÍ; www.testcovid.is

Utan höfuðborgarsvæðis www.hradprof.covid.is

______________________________________

Björk heldur ferna tónleika í október og nóvemer og eru þrennir þeirra í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem strengjasveit og blásarasveit úr hljómsveitinni kemur fram með Björk undir stjórn Viktors Orra Árnasonar.

Alls heldur Björk ferna tónleika í tónleikaröðinni björk orkestral, þar sem hún mun flytja eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptetinn Viibra og fleiri gesti og koma um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn fram á tónleikaröðinni. Þannig heldur Björk upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim.

Uppselt er á alla tónleikana en hægt er að kaupa sér aðgang að beinu streymi frá tónleikunum. Hluti ágóða af streyminu rennur til Kvennaathvarfsins.

Mánudagur 11. október kl. 20:00 (áður 15. ágúst 2020/28. september 2020/7. febrúar/18. apríl/29. ágúst)
Björk og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: Viktor Orri Árnason
Lög af plötunum Post, Vesperatine og Dancer in the Dark

Sunnudagur 24. október kl. 17:00 (áður 9. ágúst 2020/19. september 2020/24. janúar/25. apríl/5. september)
Björk og Hamrahlíðarkórinn
Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson – Orgel
Lög af plötunum Medulla, Biophilia og Utopia

Sunnudagur 31. október kl. 17:00 (áður 23. águst 2020/13. september 2020/31. janúar/2. maí/12. september)
Björk og málmblásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Björk Brjánsdóttir stjórnandi
Flautuseptetinn Viibra
Katie Buckley – Harpa
Bergur Þórisson – Raf og básúna
Lög af plötunum Vespertine, Volta og Utopia

Mánudagur 15. nóvember kl. 20:00 (áður 29. ágúst 2020/17. janúar kl. 17:00/9. maí/19. september)
Björk og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: Viktor Orri Árnason
Lög af plötunum Homogenic og Vulnicura

Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar.

Hér geturðu keypt miða á beina útsendingu.