EN

Daniil Trifonov - Einleikstónleikar

Einleikstónleikar í Eldborg

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
10. sep. 2022 » 20:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.000 - 8.700 kr
Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Pjotr Tsjajkovskíj Myndabók æskunnar
  Robert Schuman Fantasía op. 17
  Wolfgang Amadeus Mozart Fantasía í c-moll, K. 475
  Maurice Ravel Gaspard de la nuit
  Alexander Skrjabín Píanósónata nr. 5, op. 53

 • Einleikari

  Daniil Trifonov

Hinn heimsþekkti píanóleikari Daniil Trifonov leikur spennandi efnisskrá á þessum einleikstónleikum: Verk eftir Tsjajkovskíj, tvær fantasíur eftir Schumann og Mozart ásamt Gaspard de la nuit eftir Ravel og píanósónötu nr. 5 eftir Skrjabín.

Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Trifonovs á Íslandi og eru þeir haldnir í framhaldi af tónleikum hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Schumann skrifaði fantasíu sína (op. 17) árið 1836 en hún var ekki gefin út fyrr en þremur árum síðar, þá örlítið breytt, og var tileinkuð Franz Liszt. Verkið er í hópi þeirra dáðustu sem Schumann skrifaði fyrir einleikspíanó og er meðal meginverka rómantíska tímabilsins fyrir hljóðfærið.

Mozart samdi c-moll fantasíu sína (K. 475) í maí árið 1785, þá 26 ára gamall. Hér má merkja áhrif frá feðgunum J.S. Bach og C.P.E. Bach, en verkið skiptist í fimm hluta sem sveiflast frá drunga yfir í bjartara tónmál.

Gaspard de la nuit eftir Ravel var frumflutt í janúar árið 1909 en það skiptist í þrjá hluta sem byggðir eru á fantasíu eftir Aloysius Bertrand, Gaspard de la Nuit – Fantaisies à la manière de Rembrandt et de Callot. Verkið þykir eitt hið tæknilega erfiðasta í píanóbókmenntunum.

Og talandi um tæknilega erfið verk, þá skipar 5. píanósónata Skrjabíns sér rækilega í þann hóp. Verkið var samið 1907 og er í einum þætti. Það er almennt álitið í hópi erfiðustu verka Skrjabíns í flutningi, bæði tæknilega og tónlistarlega.