EN

Dísella og Danzmayr

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
15. sep. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 8.700 kr.

Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma ýmis verk með tengsl við nýja heiminn undir stjórn Davids Danzmayr, sem nýtur mikillar velgengni sem hljómsveitarstjóri vestanhafs. Sinfónían „Úr nýja heiminum“ er eitt af lykilverkum í þjóðlegri sinfóníusmíði 19. aldar, en hana samdi Dvořák þegar hann var búsettur í Bandaríkjunum. Frumkvöðullinn Charles Ives sækir líka innblástur í tónlist heimamanna vestra, þar á meðal í ættjarðarsöngva, hergöngulög og sálma, en Þrír staðir í Nýja Englandi er meðal vinsælustu tónsmíða hans.

Dísella Lárusdóttir hefur unnið hvern listrænan sigurinn á fætur öðrum sem söngkona við Metrópólitan-óperuna í New York. Söngur hennar hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, til að mynda í stórblaðinu New York Times, sem hrósaði henni fyrir fádæma nákvæmni í bland við magnaða túlkun í óperu Philips Glass, Akhnaten. Fyrir hljóðritun á þeirri óperu hlutu Dísella og félagar á Metrópólitan Grammy-verðlaun í apríl 2022. Nú syngur Dísella bæði tregablandna aríu Konstönsu úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart og virtúósískan söng Kúnígúndar, Glitter and be Gay, úr Birtíngi eftir Leonard Bernstein.

*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.