EN

Hádegistónleikar í Hörpuhorni

Aðgangur ókeypis og tónleikarnir eru opnir öllum meðan fjöldatakmarkanir leyfa

Dagsetning Staðsetning Verð
11. maí 2020 » 12:15 - 12:45 » Mánudagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
13. maí 2020 » 12:15 - 12:45 » Miðvikudagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
14. maí 2020 » 12:15 - 12:45 » Fimmtudagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
15. maí 2020 » 12:15 - 12:45 » Föstudagur Hörpuhorn | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Dagskrá

    Mán. 11. maí - Strokkvartettinn Siggi
    Mið. 13. maí - Nicola Lolli og félagar úr Sinfó
    Fim. 14. maí - Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar úr Sinfó
    Fös. 15. maí – Dúó Edda

  • Um tónleikana

    Létt og falleg tónlist í huggulegu umhverfi. Komdu við í Hörpu og njóttu tónlistarinnar.

Strengjahópar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika fallega tónlist í Hörpuhorni. Komdu við í Hörpu og njóttu tónlistar í hádeginu í fallegu umhverfi.

Á fyrstu tónleikunum, mánudaginn 11. maí, leikur Strokkvartettinn Siggi fyrir gesti í Hörpuhorni. Kvartettinn er skipaður þeim Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlu, Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Sigurði Bjarka Gunnarssyni á selló.

Miðvikudaginn 13. maí stígur Nicola Lolli, konsertmeistari hljómsveitarinnar, á svið ásamt víóluleikaranum Łucja Koczot og sellóleikaranum Bryndísi Höllu Gylfadóttur. 

Fimmtudaginn 14. maí fær Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari hljómsveitarinnar, til liðs við sig 15 manna strengjasveit úr hljómsveitinni sem leikur fyrir gesti. 

Föstudaginn 15. maí er það Dúó Edda sem stígur á svið í Hörpuhorni. Dúettinn er skipaður Veru Panitch á fiðlu og Steineyju Sigurðardóttur á selló en þær eru báðar hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikarnir fara fram í Hörpuhorni, 2. hæð Hörpu, og eru um hálftíma langir. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir eru opnir öllum meðan fjöldatakmarkanir leyfa.