EN

Pétur og úlfurinn og Tobbi túba

Litli tónsprotinn

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
24. sep. 2022 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.700 -3.300 kr
24. sep. 2022 » 16:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.700 -3.300 kr
Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Sergej Prokofíev Pétur og úlfurinn
  George Kleinsinger Tobbi túba

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einleikari

  Nimrod Ron

 • Sögumaður

  Halldóra Geirharðsdóttir

 • Myndskreytingar

  Cécile Parcillié og Ari Yates

Á þessum fjölskyldutónleikum í Litla tónsprotanum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands tvö sígild ævintrýri. Pétur og úlfurinn er eitt ástsælasta tónlistarævintýri sögunnar, enda fara þar saman spennandi saga og ógleymanleg tónlist úr smiðju Sergejs Prokofíev þar sem hver sögupersóna fær eigið stef og hljóðfæri. Pétur býr hjá afa sínum sem er illa við að drengurinn álpist út fyrir garðinn – í skóginum fyrir utan býr hættulegur úlfur. Ævintýraþrá Péturs verður skynseminni yfirsterkari og þá upphefst æsileg atburðarás. Við sögu koma fuglinn, öndin, kötturinn og úlfurinn gráðugi – en Pétur þyrmir lífi hans þrátt fyrir allt.

Tónlistarævintýrið um Tobba túbu hefur notið mikilla vinsælda allt frá útgáfu þess árið 1945. Í ævintýrinu segir frá hugrakkri túbu sem þráir það heitast að fá að leika fallegar laglínur rétt eins og flauturnar og fiðlurnar í hljómsveitinni. Ódauðlegt ævintýri um hvatningu, vináttu og traust. Bragi Valdimar Skúlason færði textann í nýjan búning.

Þessi tvö verk voru gefin út saman á plötu árið 1978 en von er á nýrri útgáfu síðar á starfsárinu.