EN

Sigrún spilar Beethoven

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
28. maí 2021 » 20:00 - 21:00 » Föstudagur Eldborg | Harpa 2.400 - 5.700 kr.

Fiðlukonsert Beethovens hefur verið nefndur drottning fiðlukonsertanna: tignarlegur, íhugull og syngjandi. Konsertinn var tímamótaverk og setti markið hátt fyrir tónskáld 19. aldar sem fetuðu í fótspor hans og sömdu verk af sama toga. Hann er í senn ljóðræn, glettin og kraftmikil, og sýnir því allar hinar ólíku hliðar á bæði hljóðfærinu og einleikaranum sem mundar það. Það er vel við hæfi að fiðlukonsertinn hljómi á 250 ára fæðingarafmæli Beethovens í flutningi Sigrúnar Eðvaldsdóttur, konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er landsþekkt fyrir innblásinn og tjáningarríkan flutning. 

Einnig hljómar fjörugur dansa eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály en verkið er byggt á minningum hans frá æskuslóðum hans. Hljómveistarstjóri er gríski hljómsveitarstjórinn og píanistinn Kornilios Michailidis en hann gegndi nýverið stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra við Philharmonique de Radio France og gegndi áður sömu stöðu við Finnsku útvarpshljómsveitina. 

Kynnir á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson og eru þeir teknir upp af Rás 1 og sendir út síðar. 

Takmarkað sætaframboð á tónleikana
Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 150 tónleikagesti í hverju sóttvarnarhólfi. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.