EN

Sinfónían á Airwaves

Fjögur íslensk tónskáld

  • 2. nóv. » 20:00 Eldborg | Harpa 2.600 - 4.300 kr.
  • Kaupa miða

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á Iceland Airwaves hljóma verk eftir fjögur íslensk tónskáld sem vakið hafa mikla athygli á síðustu árum. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt, Dreymi, og bæði Þuríður Jónsdóttir og Hildur Guðnadóttir voru tilnefndar til sömu verðlauna fyrir verkin sem hljóma á þessum tónleikum. Um Dreymi sagði í rökstuðningi dómnefndar: „Verkið vex við hverja hlustun og vekur forvitni okkar og löngun til að heyra meira.“

Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur er heillandi samruni rafhljóða og tóna hljómsveitarinnar; tónskáldið hafði að eigin sögn í huga „ólíka tauma flæðandi glóðheitrar bergkviku sem sameinast í einni iðandi hraunkvoðu“. 

Undir tekur yfir eftir Hildi Guðnadóttur er óvenjuleg könnun á undirmeðvitundinni og mótast af sífelldum birtuskiptum sem stjórnandinn hefur umsjón með. 

Aequora er stemningsríkt verk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur sem m.a. var flutt af Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles nýverið og var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins.