EN

Tónleikar á Ísafirði

Landshorna á milli

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
  • 5. sep. 2019 » 19:30 Íþróttahúsið Torfnesi Aðgangur ókeypis

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika fyrir opnu húsi á Ísafirði fimmtudaginn 5. september. Tónlistarskóli Ísafjarðar og Tónlistarfélag Ísafjarðar héldu upp á 70 ára afmæli sitt með viðamikilli hátíðardagskrá síðla árs 2018 og eru tónleikarnir síðasti liður hátíðahaldanna. Sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir flytur nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljómsveitinni en hún er borin og barnfædd á Ísafirði og vakti nýverið mikla hrifningu fyrir söng sinn í La traviata hjá Íslensku óperunni. Á tónleikunum kemur einnig fram Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar auk þess sem hinn bráðefnilegi píanóleikari Mikolaj Ólafur Frach, sem er aðeins 18 ára gamall, leikur lokaþátt úr píanókonsert nr. 2 eftir Chopin.

Á tónleikunum hljóma einnig valdir kaflar úr vinsælli leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, meðal annars Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs. Stefán Jón Bernharðsson, sem leiðir horndeild Sinfóníuhljómsveitarinnar, leikur einleik í hornkonserti sem Mozart samdi á hátindi ferils síns, um svipað leyti og hann samdi óperuna Brúðkaup Fígarós. Tónleikunum lýkur með hinni stórfenglegu fimmtu sinfóníu Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar.