EN

Tortelier stjórnar Rakhmanínov

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
9. nóv. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.

Tékkneski hornsnillingurinn Radek Baborák er einn fimasti einleikari heims á hljóðfæri sitt. Hann var aðeins 18 ára gamall þegar hann var ráðinn aðalhornleikari Fílharmóníuhljómsveitar Tékklands og hann gegndi einnig stöðu aðalhornleikara Berlínarfílharmóníunnar um sjö ára skeið. Frá árinu 2010 hefur hann helgað sig ferli einleikarans og kemur reglulega fram með tónlistarmönnum á borð við Daniel Barenboim og Seiji Ozawa. Hér leikur hann glæsilegan hornkonsert eftir Reinhold Gliére sem var kennari þeirra Prokofíevs og Katsjatúrjans.

Í tónlist Rakhmanínovs lifði andi síðrómantíkur langt fram á 20. öld. Kunnastur er hann fyrir tilfinningaþrungna píanótónlist sína en hljómsveitarverkin eru engu síðri. Sinfónískir dansar voru síðasta tónsmíðin sem Rakhmanínov lauk við fyrir andlát sitt, tilþrifamikið og meistaralega útsett verk þar sem hann sækir innblástur meðal annars í rússneskan kirkjusöng. Verk Þórðar Magnússonar er byggt á ljóði eftir Guðberg Bergsson og kallast auk þess á við lykilverk í íslenskri tónlistarsögu, Adagio eftir Jón Nordal, en verkin deila sömu hljóðfæraskipan. 

Sækja tónleikaskrá