EN

Vínartónleikar

Jóna G. Kolbrúnardóttir og Garðar Thór Cortes

Athugið: Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala hefst síðar.
Dagsetning Staðsetning Verð
9. jan. 2020 » 19:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr.
10. jan. 2020 » 19:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr.
11. jan. 2020 » 16:00 - 18:00 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr.
11. jan. 2020 » 19:30 - 21:30 Eldborg | Harpa 3.600 - 9.100 kr.
 • Efnisskrá

  Óperettutónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár, Pjotr Tsjajkovskíj, Mélanie Bonis og fleiri

 • Hljómsveitarstjóri

  Bjarni Frímann Bjarnason

 • Einsöngvarar

  Jóna G. Kolbrúnardóttir
  Garðar Thór Cortes

 • Dansarar

  Þorkell Jónsson, Denise Margrét Yaghi, Gylfi Már Hrafnsson, María Tinna Hauksdóttir, Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir

Í upphafi nýs árs er tilvalið að skála í kampavíni og hlýða á glaðværa Vínartónlist í ætt við þá sem hljómar á árlegum tónleikum Vínarfílharmóníunnar á nýársdag. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa notið mikilla vinsælda um árabil. Þeir hefjast ávallt á forleik Johanns Strauss að Leðurblökunni og þeim lýkur á Dónárvalsinum fræga. Inn á milli hljóma vinsælar óperettuaríur og dúettar sem koma öllum í gott skap.

Einnig verður leikin leiftrandi og skemmtileg tónlist eftir tvær konur sem stóðu framarlega meðal tónskálda á síðari hluta 19. aldar en voru svo flestum gleymdar þar til nýlega: Mélanie Bonis og Amy Beach. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ.

Jóna G. Kolbrúnardóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og í Vínarborg, og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í ævintýraóperunni Hans og Grétu hjá Íslensku óperunni auk þess sem hún söng með Sinfóníunni á hátíðartónleikum í Eldborg í tilefni 100 ára fullveldisafmælis 1. desember 2018. Hún kemur nú í fyrsta sinn fram á Vínartónleikum hljómsveitarinnar.

Garðar Thór Cortes hefur vakið mikla hrifningu fyrir söng sinn bæði hér heima og erlendis. Hann söng síðast á Vinartónleikum Sinfóníunnar árið 2015 en hefur undanfarið dvalið langdvölum erlendis og sungið aðalhlutverkið í framhaldi Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Bjarni Frímann Bjarnason hefur vakið verðskuldaða eftirtekt fyrir framúrskarandi tónlistarhæfileika og stjórnar nú í fyrsta sinn Vínartónleikum Sinfóníunnar.

Fyrir tónleikana og í hléi verður hægt að hlýða á tónlistarflutning í Hörpuhorni með Matta Kallio og Kjartani Valdemarssyni.

Sækja tónleikaskrá