EN

Tónleikar & miðasala

maí 2019

Opin æfing 9. maí 10:00

Kaupa miða

Tónleikakynning 9. maí 18:00 Hörpuhorn

  • Umsjón

    Árni Heimir Ingólfsson

Lugansky spilar Grieg 9. maí 19:30 Fimmtudagur Eldborg | Harpa

Rússneski píanósnillingurinn Nikolai Lugansky vakti gífurlega hrifningu haustið 2016 þegar hann lék þriðja píanókonsert Rakhmanínovs í Eldborg á fyrstu tónleikunum sem Yan Pascal Tortelier stýrði sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lugansky snýr nú aftur til Íslands og leikur hinn sívinsæla píanókonsert Griegs, þar sem tónskáldið sameinar í stóru formi blæbrigði norskra þjóðlaga og tónsmíðahefð þýskrar rómantíkur. Konsertinn varð umsvifalaust einn sá vinsælasti sem um getur. Þegar Franz Liszt hafði leikið hann í návist tónskáldsins árið 1870 er sagt að píanistinn frægi hafi hrópað upp yfir sig: „Haltu áfram að semja, í Guðs bænum! Þú hefur það sem til þarf!“

Önnur verk á efnisskránni eru þrungin spennu. Dramatískur forleikur Verdis að óperunni Á valdi örlaganna setur sviðið fyrir harmleikinn sem í vændum er: elskendurnir Alvaro og Leónóra fá ekki að eigast vegna andstöðu foreldranna. Hið sama er vitaskuld uppi á teningnum í Rómeó og Júlíu, og tónlist Prokofíevs fangar öll blæbrigði ástarinnar með áhrifamiklum hætti. Aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, Yan Pascal Tortelier, hefur stjórnað ballettsvítum Prokofíevs víða um heim við frábærar undirtektir og það verður spennandi að fylgjast með túlkun hans á þessu magnaða verki.