EN

Janine Jansen spilar Sibelius

  • 25. maí 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
  • Kaupa miða

Hollenska fiðlustjarnan Janine Jansen hefur verið í sviðsljósinu í meira en áratug og kemur nú til Ísland í fyrsta sinn. Hljómdiskar hennar hafa margir náð metsölu og hún hefur leikið við ýmis merk tilefni, nú síðast á Nóbelstónleikunum í Stokkhólmi í desember 2016. Fiðlukonsert Sibeliusar er sívinsælt meistaraverk og víst að er Jansen mun laða fram hin fjölmörgu blæbrigði verksins á Stradivarius-fiðlu sína, sem var smíðuð árið 1707.

Daniel Blendulf er margverðlaunaður sænskur hljómsveitarstjóri og svo skemmtilega vill til að hann er einnig kvæntur Janine Jansen. Hann stjórnar stemningsríku verki Kaiju Saariaho þar sem hún sækir innblástur í norrænan vetrarhiminn. Konsert fyrir hljómsveit var eitt síðasta verkið sem ungverski meistarinn Béla Bartók lauk við áður en hann lést úr hvítblæði árið 1945. Í konsertinum sýnir hann allar hliðar hljómsveitarinnar á glæsilegan hátt enda hefur þetta verið eitt af vinsælustu hljómsveitarverkum 20. aldar allt frá því það hljómaði fyrst.