EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Litli tónsprotinn

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
 • 14. des. 2019 » 14:00 - 15:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
 • 14. des. 2019 » 16:00 - 17:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
 • 15. des. 2019 » 14:00 - 15:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
 • 15. des. 2019 » 16:00 - 17:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Leroy Anderson Jólaforleikur
  Katherine K. Davis Litli trommuleikarinn
  Jórunn Viðar Það á að gefa börnum brauð
  William J. Kirkpatrick Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá
  Émile Waldteufel Skautavalsinn
  Fleiri sígild jólalög

 • Hljómsveitarstjóri

  Bjarni Frímann Bjarnason

 • Einsöngvarar

  Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað
  Unnsteinn Manuel Stefánsson
  Kolbrún Völkudóttir

 • Gestir

  Stúlknakór Reykjavíkur
  Blokkflautusveit Tónlistarskóla Árnesinga
  Ungir trommuleikarar
  Dansarar úr Listdansskóla Íslands
  Hörpuhópur
  Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
  Táknmálskórinn Litlu sprotarnir

Sannkölluð hátíðarstemning ríkir á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem gömul og ný jólatónlist verður flutt af hljómsveitinni ásamt fjölda ungra listamanna. Tónleikarnir hafa notið verðskuldaðrar hylli og eru á meðal vinsælustu tónleika sveitarinnar.

Á Jólatónleikum hljómsveitarinnar í ár hljómar tónlist frá ýmsum löndum sem hefur verið ómissandi í jólahaldi í gegnum tíðina. Glæsilegt blokkflautukonsort skipað hljóðfæraleikurum úr Tónlistarskóla Árnesinga ásamt slagverksleikurum og hörpuhópur eru meðal þeirra samspilshópa sem koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn í ár.

Einsöngvararnir Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, Unnsteinn Manuel og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Litlu sprotunum og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur og -söngva. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg í Skautavalsinum og ungir slagverksleikarar flytja jólaperluna Litla trommuleikarann.

Kynnir á tónleikunum er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur, sem tendrar ljós í hverju hjarta. Þetta eru tónleikar sem ekkert jólabarn má láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.