EN

Lisiecki spilar Chopin

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
3. nóv. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 - 8.700 kr.
Hlusta

Pólski hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko var einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem auðguðu íslenskt tónlistarlíf svo um munar. Hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1965–68. Í samstarfi við pólska sendiráðið á Íslandi heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðurstónleika til minningar um Wodiczko og framlag hans til íslensks tónlistarlífs.

Pólsk-kanadíski píanóleikarinn Jan Lisiecki hóf að hljóðrita fyrir Deutsche Grammophon fimmtán ára gamall og hefur í rúman áratug verið meðal eftirsóttustu píanista heims. Hljóðritun hans á báðum píanókonsertum Chopins vakti heimsathygli, en sá fyrri er undurfagur; bæði angurvær og glæsilegur.

BohdanWodiczko frumflutti fjölda íslenskra verka, þar á meðal Adagio fyrir strengi eftir Jón Nordal sem jafnan er talið í hópi merkustu hljómsveitarverka íslensks höfundar á síðari hluta 20. aldar. Sinfónía nr. 1 eftir Witold Lutosławski er lífleg og kraftmikil tónsmíð þar sem hljómsveitin öll fær að sýna hvað í henni býr.

© Christoph Köstlin, Deutsche Grammophon

Sækja tónleikaskrá