EN

Opið hús á Menningarnótt

Brot af því besta úr efniskrám vetrarins

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
18. ágú. 2018 » 17:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis

Á seinni tónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt hljóma kaflar úr nokkrum helstu meistaraverkum tónlistarsögunnar, sem öll munu hljóma á tónleikum hljómsveitarinnar síðar í vetur. Candide-forleikur Bernsteins er fjörið uppmálað og Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik í upphafsþætti hins stórkostlega fiðlukonserts eftir Tsjajkovskíj. 

Lokaþáttur „Hetjuhljómkviðunnar“ er dæmi um glæsilega og þróttmikla tónlist Beethovens, og Bolero eftir Ravel gefur hljómsveitinni tækifæri til að sýna öll sín fjölbreyttu litbrigði. Hljómsveitarstjóri er hinn finnski Klaus Mäkelä, sem ekki er nema 21 árs gamall en hefur þegar stjórnað flestum helstu hljómsveitum Norðurlanda.

Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.