EN

Ravel og Bartók

Upphafstónleikar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
  • 6. sep. 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.800 kr.
Tónleikakynning í Hörpuhorni » 6. sep. kl. 18:00

Á upphafstónleikum á nýju starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur hinn franski Renaud Capuçon glæsilegan fiðlukonsert Béla Bartóks þar sem þjóðlegir dansar og nýrri stílbrögð módernismans fléttast saman með snilldarlegum hætti. Capuçon er einn fremsti fiðluleikari samtímans og ferðast um heiminn með Guarnierus-fiðluna sem áður var í eigu kennara hans, Isaac Stern. Á milli þess sem hann leikur kammertónlist með Mörthu Argerich og einleik með Berlínarfílharmóníunni stjórnar hann sinni eigin tónlistarhátíð í Aix-en- Provence.

Píanótríó Ravels frá árinu 1914 er eitt hans dáðasta verk og almennt talið meðal meistaraverka franskrar kammertónlistar á 20. öld. Hér hljómar verkið í umritun fyrir sinfóníuhljómsveit sem sjálfur aðalstjórnandi Sinfóníunnar, Yan Pascal Tortelier, gerði og sem hefur hlotið frábæra dóma víða um heim. Tónleikunum lýkur með hinu sígilda meistaraverki Bolero, þar sem sakleysislegt stef ferðast um alla hljómsveitina við tifandi slátt sneriltrommu.

Sækja tónleikaskrá