EN

Yrkja - uppskerutónleikar

Hádegistónleikar í Norðurljósum

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. feb. 2019 » 12:00 » Föstudagur Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis

Á þessum tónleikum hljóma tvö glæný verk eftir Hauk Þór Harðarson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Í vetur hafa þau starfað í tónskáldastofu Yrkju undir leiðsögn Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Afrakstur þeirrar vinnu verður frumfluttur á hádegistónleikum á Myrkum músíkdögum, undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Elísabet Indra Ragnarsdóttir munu einnig spjalla við tónskáldin um verkin og tilurð þeirra. 

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa, og miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarin starfsár tekið þátt í Yrkju og þannig gefið ungum tónskáldum tækifæri til að kynnast hljómsveitinni í návígi. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum Sinfóníunnar, valdi þau Hauk og Ingibjörgu til þátttöku í ár. 

Aðgangur er ókeypis á Yrkju-tónleikana og allir velkomnir.