EN

Bertrand de Billy stjórnar Brahms

Fyrstu áskriftartónleikar starfsársins

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
9. sep. 2021 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.900 – 8.500 kr.
Tónleikakynning » 9. sep. kl. 18:00

Fyrstu áskriftartónleikar starfsársins fara fram undir styrkri stjórn Bertrands de Billy, sem er nýr aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann kemur reglulega fram með fremstu hljómsveitum heims, meðal annars á Salzburgar-hátíðinni og við Metropolitan-óperuna í New York, auk þess sem hann er aðalgestastjórnandi Fílharmóníusveitarinnar í Dresden.

Á Íslandi mun Bertrand de Billy meðal annars stjórna öllum sinfóníum Johannesar Brahms og því er viðeigandi að fyrsta sinfónía meistarans sé á efnisskránni á þessum tónleikum. Brahms átti í vandræðum með verkið fyrst um sinn, honum þótti erfitt að feta í fótspor Beethovens í þessu stórbrotna formi, en útkoman var sannarlega áreynslunnar virði og hefur hún oft verið nefnd „tíunda sinfónía Beethovens“. Akademíski hátíðarforleikurinn er eitt líflegasta hljómsveitarverkið sem Brahms samdi, syrpa af glaðværum stúdentasöngvum og tilvalinn upptaktur að nýju tónleikaári.

Jörgen van Rijen leiðir básúnudeild Concertgebouw- hljómsveitarinnar í Amsterdam, sem talin er ein sú besta í
heimi. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn, meðal annars Hollensku tónlistarverðlaunin, og hefur starfað náið með samtímatónskáldum eins og James MacMillan og Kalevi Aho. Á Íslandi leikur hann konsert eftir Henri Tomasi, verk sem er ljóðrænt en einnig með hressilegu djass-ívafi og hefur um áratugaskeið verið einn mest flutti básúnukonsert sem fyrirfinnst.

Sækja tónleikaskrá