EN

Edda II - Líf guðanna

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
  • 23. mar. 2018 » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.
  • Kaupa miða

Óratórían Edda er stærsta verk Jóns Leifs og eitt metnaðar-fyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, risavaxin tónsmíð sem spannar þrjú kvöld, byggð á textum úr Eddukvæðum og Snorra-Eddu og átti að vera eins konar andsvar við Niflungahring Wagners. Segja má að smíði þessa verks hafi verið drjúgur hluti ævistarfs Jóns því hann hóf að leggja drög að Eddu I um 1930 en náði ekki að ljúka þriðju óratóríunni áður en hann lést árið 1968. Fyrsti hluti verksins, Edda I: Sköpun heimsins, var frumfluttur í heild árið 2006 og útgáfa verksins á geisladiski vakti heimsathygli og fékk frábæra dóma. 

Nú er komið að því að frumflytja annan hluta verksins. Edda II: Líf guðanna segir frá Óðni og sonum hans, ásynjum, valkyrjum og nornum á litríkan og dramatískan hátt.

Það er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi að þetta verk, sem Jón Leifs samdi fyrir meira en hálfri öld og var á sínum tíma stærsta verk sem íslenskt tónskáld hafði samið, skuli nú loksins fá að hljóma.

Í tilefni af frumflutningi verksins verður Þjóðarbókhlaðan með sýningu þann 14. mars þar sem sýnd verða nótnahandrit að verkinu, textaskissur, bréf og annað sem tengist verkinu, en öll handrit, bréf og önnur gögn Jóns eru geymd á handritasafni Landsbókasafns.

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir tónleika-kynningu í Kaldalóni 21. mars kl. 20:00 með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa hljómsveitarinnar og ævisöguritara Jóns Leifs. Aðgangur á kynninguna er ókeypis og allir velkomnir. 

Tónleikarnir eru hluti af opinberri hátíðardagskrá í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands.

100_fullveldi_long2

Sækja tónleikaskrá