EN

Píanókonsertar Beethovens II

Upphafstónleikar

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
7. sep. 2017 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.

Fáir píanóleikarar hafa hlotið þvílíkt lof síðustu ár fyrir túlkun á verkum Beethovens sem enski píanistinn Paul Lewis. Hljóðritun hans á öllum píanósónötunum hlaut meðal annars Gramophone-verðlaun, og hann varð fyrstur til að leika alla píanókonserta Beethovens á einni og sömu Proms-hátíðinni árið 2010. 

Lewis leikur alla fimm píanókonserta Beethovens á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og nú er komið að fyrsta og fjórða konsertinum. 

Hinn fyrsti er léttur og leikandi en sá fjórði er yndisfagur og ljóðrænn. Með konsertunum hljóma tveir fjörugir forleikir eftir Schubert. Hann dáði Beethoven meira en nokkurn annan samtímamann sinn en var of feiminn til að yrða á hann þegar leiðir þeirra lágu saman í Vínarborg. Stjórnandi Beethoven-hringsins, Matthew Halls, er sérfræðingur í túlkun tónlistar frá barokk- og klassíska tímanum og hefur margoft stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands með afburðagóðum árangri.