EN

Aðventutónleikar Sinfóníunnar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. des. 2022 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 8.700 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma bæði þekktar barokkperlur og faldir fjársjóðir tónlistarsögunnar, en stjórnandinn Jonathan Cohen er einn fremsti barokkstjórnandi Bretlands af yngri kynslóðinni. Í upphafi hljómar forleikurinn að óperunni Talestri eftir Maríu Antoníu Walpurgis, prinsessu af Bæjaralandi, áður en þær Vera Panitch og Steiney Sigurðardóttir (Dúó Edda) leika hinn víðfræga tvíleikskonsert Antonios Vivaldi í B-dúr fyrir fiðlu og selló.

Enski kontratenórinn Tim Mead er meðal fremstu söngvara á sínu sviði í heiminum í dag. Hér syngur hann bæði Vivaldi og Händel, meðal annars hina gullfallegu aríu Ombra mai fu úr óperunni Xerxes. Sinfónía nr. 40 í g-moll er ein dáðasta sinfónía Mozarts og jafnframt ein sú dramatískasta. Hún var samin 1788, þegar tónsmíðar Mozarts náðu áður óþekktum listrænum hæðum um leið og veraldlegu gengi hans fór ört hrakandi. Í verkinu mætast fullkomin fágun klassíska stílsins og frumleg tónhugsun skapandi eldhuga sem varðaði leiðina til framtíðar.

Sækja tónleikaskrá