EN

Jóhann Jóhannsson og Philip Glass

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
28. sep. 2023 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.
  • Efnisskrá

    Jóhann Jóhannsson Virðulegu forsetar (Upphafsstef)
    Philip Glass Sinfónía nr. 1
    Jóhann Jóhannsson Odi et Amo
    Jóhann Jóhannsson A Prayer to the Dynamo

  • Hljómsveitarstjóri

    Daníel Bjarnason

  • Einsöngvari

    Jóna G. Kolbrúnardóttir

Jóhann Jóhannsson var eitt þekktasta kvikmyndatónskáld samtímans þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 2018. Hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin árið 2014 og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna. Á þessum útgáfutónleikum fagnar Sinfóníuhljómsveit Íslands nýrri hljómplötu sveitarinnar undir merkjum þýska útgáfurisans Deutsche Grammophon á verki Jóhanns, A Prayer to the Dynamo. Tónskáldið samdi verkið að beiðni tónlistarhátíðarinnar í Winnipeg 2012 og kallast það á við skrif bandaríska sagnfræðingsins Henry Adams sem varð fyrir djúpstæðri reynslu í „sal hinna miklu rafala“ á heimssýningunni í París árið 1900. Undur nýjustu tækni og vísinda fengu Adams til þess að velta fyrir sér framtíð mannsandans og spyrja spurninga sem ekki eiga síður vel við nú á dögum tölvutækni og gervigreindar. 

Á tónleikunum hljómar einnig hin heillandi og leiðslukennda sinfónía nr. 1 eftir Philip Glass en hún byggir á hljómplötu Davids Bowie, Low, frá árinu 1977. Til viðbótar eru á efnisskrá tvö smáverk úr smiðju Jóhanns: Lúðraþyturinn úr upphafi verksins Virðulegu forsetar frá árinu 2004, og angurværi söngurinn Odi et Amo úr leikritinu Englabörnum frá 2002. 

Tónleikarnir verða einnig sendir út beint í streymisveitu Deutsche Grammophon, Stage+,  https://www.stage-plus.com/de/video/live_concert_9HKNCPA3DTN66PBIEHFJ8D9I

Myndina af Jóhanni Jóhannssyni tók Jónatan Grétarsson fyrir Deutsche Grammophon.

Sækja tónleikaskrá