EN

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Athugið: Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Miðasala hefst síðar.
Dagsetning Staðsetning Verð
19. des. 2020 » 14:00 - 15:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
19. des. 2020 » 16:00 - 17:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
20. des. 2020 » 14:00 - 15:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
20. des. 2020 » 16:00 - 17:00 Eldborg | Harpa 2.800 - 3.300 kr.
Kaupa miða

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegt tilhlökkunarefni hjá ótal fjölskyldum enda kemur fram með sveitinni fjöldi listamanna, bæði reyndir og virtir listamenn og yngri tónlistarnemar og dansarar sem eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Í ár verða tónleikarnir með glæsilegasta móti. Þar hljómar falleg jólatónlist frá ýmsum tímum, meðal annars hátíðlegur jólaforleikur og dans úr Svanavatninu eftir Tsjajkovskíj.

Már Gunnarsson flytur eigið jólalag sem er sérstaklega útsett fyrir tónleikana en Már hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi að undanförnu. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og kynnir er trúðurinn Barbara.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.

Miðasala er hafin á tónleikana
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna er miðaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.