Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
16. sep. 2021 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 – 8.500 kr. |
17. sep. 2021 » 19:30 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 2.900 – 8.500 kr. |
-
Efnisskrá
Sofia Gubaidulina Fachwerk
Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 9
-
Hljómsveitarstjóri
-
Einleikari
-
Einsöngvarar
Hallveig Rúnarsdóttir
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Elmar Gilbertsson
Jóhann Kristinsson
-
Kórar
Níunda sinfónían er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar, síðasta sinfónía Beethovens en sú fyrsta í tónlistarsögunni þar sem söngvarar eru meðal flytjenda. Hún hafði feykileg áhrif á þróun sinfóníunnar á 19. öld og meðal þeirra sem sömdu verk undir áhrifum hennar má nefna Mendelssohn og Brahms, Bruckner og Mahler. Lokakaflinn, Óðurinn til gleðinnar, hefur ekki síður verið áhrifavaldur á 20. og 21. öld. Tónlistin þykir boðberi friðar og jafnréttis, og verkið hljómaði meðal annars í tengslum við hrun Berlínarmúrsins og byltingu námsmanna á Torgi hins himneska friðar í Kína.
Úrvalslið tónlistarmanna tekur þátt í flutningnum. Hallveig Rúnarsdóttir og Sigríður Ósk hafa um árabil verið meðal fremstu söngkvenna þjóðarinnar. Stuart Skelton átti upphaflega að syngja tenórhlutverkið en vegna forfalla stígur Elmar Gilbertsson inn í hans stað. Jóhann Kristinsson hefur vakið mikla hrifningu fyrir blæbrigðaríkan og innblásinn söng; „Rödd hans var dásamleg“, sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins fyrir skemmstu, „í senn breið og voldug.“
Norðmaðurinn Geir Draugsvoll er einn fremsti harmóníkuleikari heims. Hann hefur um árabil starfað náið með Sofiu Gubaidulinu, sem hefur samið allnokkur verk fyrir bajan, eða rússneska takkaharmóníku. Gubaidulina tileinkaði honum einmitt Fachwerk, sem gagnrýnandi BBC Music Magazine segir vera „töfrandi ljóðræna fantasíu“, og sem hljómar nú í fyrsta sinn á Íslandi. Draugsvoll leikur tvisvar sinnum með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessu starfsári, í bæði skiptin hrífandi tónsmíðar Gubaidulinu sem einmitt fagnar níræðisafmæli sínu í október 2021.
Tónleikarnir eru tileinkaðir Vladimir Ashkenazy í þakklætisskyni fyrir áratuga starf hans í þágu tónlistarlífs á Íslandi.