EN

Töfrar fortíðar

Í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
3. nóv. 2021 » 20:00 » Miðvikudagur Eldborg | Harpa 2.900 – 7.500 kr.
  • Efnisskrá

    John Dowland If My Complaints Could Passions Move
    Benjamin Britten Lachrymae
    Thomas Adès Les Amusements
    úr Three Studies from Couperin
    Maurice Ravel La Valse

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Þórunn Ósk Marínósdóttir

  • Einsöngvari

    Benedikt Kristjánsson

  • Hörpuleikari

    Katie Buckley

  • Kynnir

    Halla Oddný Magnúsdóttir

Tónleikakynning » 3. nóv. kl. 18:30

Tónlist fortíðar getur orðið samtímanum innblástur með ýmsu móti. Nálgun tónskálda á 20. og 21. öld spannar allt frá háttvísum umritunum yfir í djarfa endursköpun – eða jafnvel kaldhæðna afbyggingu þar sem hriktir í gömlum stoðum.

Á þessum tónleikum verða leikin meistaraverk sem á einn eða annan hátt hafa eldri tónlist sem útgangspunkt. Benjamin Britten samdi víóluverkið Lachrymae árið 1950 út frá sönglagi eftir John Dowland frá árinu 1597, og kallaði verk sitt „hugleiðingu“ um eldra lagið. Þórunn Ósk Marinósdóttir leikur einleikshlutverkið, en hún leiðir víóludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er meðlimur Strokkvartettsins Sigga sem hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum.

Thomas Adès samdi Þrjár æfingar eftir Couperin árið 2006 og byggir á þremur hljómborðsþáttum eftir franska barokktónskáldið François Couperin. Einn gagnrýnandi lýsti útkomunni þannig að það sé sem Adès líti á tónlistina gegnum kviksjá, þar sem brot úr upprunalegu verkunum veltast um eins og glitrandi glerbrot. Þetta er tilvalin upphitun fyrir Íslandsheimsókn Adèsar, en hann er væntanlegur hingað til lands í nóvember og stjórnar þá píanókonserti sínum í túlkun Víkings Heiðars.

La valse eftir Maurice Ravel er eitt hans dáðasta hljómsveitarverk og ekki að ósekju. Í þessu magnaða verki líða hjá brot úr ljúfum Vínarvölsum en líka ágengari hendingar sem skapa aukna spennu með hverjum takti sem líður. Sumir heyra í La valse uppgjör Ravels við hið volduga austurríska keisaradæmi eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar fyrri, því að valstaktarnir verða í meðförum Ravels að eins konar skrumskælingu. Hvað sem því líður er tónverkið stórkostlegt og flutningur þess undir stjórn Evu Ollikainen er sannkallað tilhlökkunarefni.

Smelltu hér til að hlusta á Hlaðvarp Sinfóníuhljómsveitar Íslands um tónleikana.

Sækja tónleikaskrá