EN

Klassíkin okkar -
uppáhalds íslenskt

 • 31. ágú. 2018 » 20:00 Eldborg | Harpa 2.500 - 4.700 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Efnisskrá verður kynnt síðar

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einleikarar

  Tilkynnt síðar

 • Kynnar

  Halla Oddný Magnúsdóttir og
  Guðni Tómasson

Hver er uppáhalds íslenska tónsmíðin þín? Er það Brennið þið, vitar eftir Pál Ísólfsson eða Smávinir fagrir eftir Jón Nordal? Eða kannski Vökuró eftir Jórunni Viðar? Tónleikarnir „Klassíkin okkar“ sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV hafa staðið fyrir undanfarin tvö ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi verður leikurinn nú endurtekinn með áherslu á íslenska tónlist 20. og 21. aldar. Landsmenn geta valið eftirlætis íslensku tónverkin sín í kosningu á www.ruv.is. 

Þær tónsmíðar sem flest atkvæði hljóta í kosningunni verða svo fluttar á sérstökum hátíðartónleikum í Eldborg sem um leið eru upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en auk þess verða fremstu einsöngvarar og kórar Íslands til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um efnisskrána enn því að verkefnavalið er alfarið í höndum þjóðarinnar. Netkosningu er lokið og verður efnisskrá tónleikanna kynnt síðar.

Kynnar eru Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson en tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.