EN

4. mars 2024

Tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024

Plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands Icelandic Works for the Stage er tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024 í flokknum sígild og samtímatónlist. Platan geymir leikhús- og balletttónlist eftir tvö leiðandi íslensk tónskáld 20. aldar, Pál Ísólfsson og Jórunni Viðar, og var hljóðrituð í samstarfi við Chandos-plötuforlagið undir stjórn Rumon Gamba.

Iston-Sigild_samtima-Plata-Icelandic-works

Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í Hörpu þriðjudagskvöldið 12. mars og verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Hér má skoða allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.