EN

11. mars 2024

Tilnefningar til FÍT-verðlaunanna

Kynningarefni Sinfóníunnar er tilnefnt til FÍT-verðlaunanna í þremur flokkum; hreyfigrafík, umhverfisgrafík og í myndlýsingum fyrir auglýsingar og herferðir. Hlutverk verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum.

Sigurður Ýmir Kristjánsson, Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir og Guðni Þór Ólafsson eru grafísku hönnuðirnir á bak við efnið og við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefningarnar. Verðlaunaafhendingin verður haldin í Grósku, föstudaginn 22. mars kl. 20:00.